Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Gullkarfa-crudo

með blóðappelsínu, sítrónu og lambasalati

Fjöldi
4
Innihaldsefni 400 g gullkarfi, skorinn mjög þunnt 1 stk. blóðappelsína, safi og börkur 1 stk. sítróna, safi og börkur Jómfrúarólífuolía Salt og pipar Lambasalat
Aðferð
  1. Raðið þunnt skornum gullkarfanum á disk, kryddið með salti og pipar.
  2. Raspið börk af sítrónu og blóðappelsínu yfir fiskinn með fínu rifjárni.
  3. Kreistið sítrónu- og blóðappelsínusafa yfir fiskinn, dreypið ólífuolíunni yfir hann, raðið svo lambasalati á diskinn og berið fram.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni eða ósætu hvítvíni

Í tilefni rósavínsþema í Vínbúðunum 2017 Uppskrift fengin frá Leifi Kolbeinssyni, Marshall
Fleiri Fiskréttir