Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Villiandabringur

með bláberjasósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 8 stk. andabringur Salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía BLÁBERJASÓSA 1 laukur, smátt saxaður 2 msk. olía 1 dl púrtvín 1 tsk. timjan 1 dl bláber 1 msk. bláberjasulta 3 dl villibráðarsoð Sósujafnari 30 g smjör Salt og nýmalaður pipar
Aðferð

BLÁBERJASÓSA

  1. Látið laukinn krauma í olíu í potti í 1 mínútu.
  2. Bætið púrtvíni og timjani í pottinn og sjóðið niður þangað til það verður sírópskennt.
  3. Setjið bláber, bláberjasultu og villibráðarsoð út í og þykkið með sósujafnara.
  4. Bætið smjöri í sósuna og setjið hana í blandara eða matvinnsluvél og maukið.
  5. Sigtið sósuna í pott og hitið að suðumarki en ekki láta hana sjóða.
  6. Smakkið til með salti og pipar.

 

BRINGURNAR

  1. Kryddið bringurnar með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu.
  2. Setjið kjötið í ofnskúffu og inn í 120°C heitan ofn í 10-12 mínútur.
  3. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni og t.d. sætum kartöflum og steiktu spínati.
  4. Skreytið með bláberjum.

 

VÍNIN MEÐ
Rauðvín sem merkt er með léttari villibráð parast vel með öndinni. 

Frá þemadögunum 'Villibráð og hátíðarmatur'- desember 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Úlfari Finnbjörnssyni
Fleiri Villibráðaréttir