Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ofnbakaður lax

með beikon-kartöflusalati og sítrónusmjöri

Innihaldsefni 1 stk. meðalstórt laxflak, roð- og beinlaust Salt og pipar Ólífuolía ½ sítróna BEIKON-KARTÖFLUSALAT 3 stk. stórar bökunarkartöflur 1 pakki beikon ½ blaðlaukur 2 msk. kapers ½ búnt dill SÍTRÓNUSMJÖR 1 dl sítrónusafi 1 stk. skalottlaukur 100 g smjör Salt og pipar
Aðferð
  1. Skerið laxinn í steikur, saltið og piprið eftir smekk.
  2. Hellið ólífuolíu og sítrónusafa yfir fiskinn og bakið í u.þ.b. 6 mínútur í 180°C heitum ofni

 

BEIKON-KARTÖFLUSALAT

  1. Skrælið kartöflur og skerið í teninga.
  2. Sjóðið í söltu vatni í 6 mínútur, sigtið og kælið.
  3. Skerið beikon í litla bita og steikið á pönnu þar til stökkt.
  4. Blaðlaukur og dill saxað og sett saman við kartöfluteningana ásamt beikoni og kapers.
  5. Blandið öllu saman og smakkið til með salti, pipar og ólífuolíu.

 

SÍTRÓNUSMJÖR

  1. Fínsaxið skalottlaukinn og mýkið í smjörinu í potti.
  2. Þeytið sítrónusafann saman við og smakkið til með salti og pipar.

 

VÍNIN MEÐ
Hvítvín
eru almennt upplögð með fiski. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.

Frá þemadögunum 'Fiskiveisla' - apríl 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Hafþóri Sveinssyni og Jóhannesi Steini Jóhannessyni
Fleiri Fiskréttir