Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Risarækjur með tómat-pastasósu

og fersku tagliatelle

Fjöldi
4
Innihaldsefni Olía til steikingar 1 tsk. smjör 1 msk. brauðrasp 400 g hráar risarækjur 2 stk. litlir laukar, smátt saxaðir 2 hvítlauksrif, kramin 2 dósir niðursoðnir hakkaðir tómatar 8-12 basillauf Salt, sykur og pipar eftir smekk
Aðferð
  1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
  2. Hitið olíu á pönnu og svitið lauk og hvítlauk án þess að þeir brúnist.
  3. Hellið tómötunum saman við og eldið í 4-5 mínútur.
  4. Smakkið til með salti, pipar og sykri, en farið þó sparlega með sykurinn.
  5. Rífið basillaufin niður og bætið saman við.
  6. Hitið olíu á annari pönnu og bætið smjörinu við. Steikið hvítlauk án þess að hann brúnist og blandið rækjunum saman við.
  7. Steikið rækjurnar í örlitla stund en stráið síðan brauðraspinu yfir þær og steikið þar til þær eru tilbúnar.
  8. Setjið pastað á disk, dreifið sósu yfir og leggið rækjurnar á toppinn.

 

VÍNIN MEÐ
Hér ráða hvítvínin ríkjum. Ef hakað er við "skelfisk" í vöruleitinni opnast ýmsir möguleikar.

 

Fleiri Fiskréttir