Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaðar kjúklingabringur

með hunangs - og sinepsgljáa

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 stk. kjúklingabringur GLJÁI Olía til steikingar ½ laukur, fínt saxaður 2 msk. dijon-sinnep 1 msk. hunang ½ sítróna (safi og börkur) 2 msk. ólífuolía ½ tsk. timjan (þurrkað) Salt og pipar úr kvörn OFNBAKAÐ SUMARGRÆNMETI 3 stk. tómatar 1 stk. græn paprika 1 stk. rauðlaukur ½ grænn kúrbítur 1 sellerístilkur ½ dl vatn 2 msk. græn ólífuolía 1 msk. balsamedik Salt og pipar úr kvörn Dálítið timjan og rósapipar
Aðferð

GLJÁI

  1. Steikið laukinn í olíunni án þess að brúna.
  2. Takið af hitanum og setjið í skál, blandið restinni saman við.

 

KJÚKLINGABRINGUR

  1. Grillið kjúklingabringurnar við meðalhita í u.þ.b. 20 mínútur.
  2. Penslið gljáann á kjúklinginn þegar eldunartíminn er ríflega hálfnaður.
  3. Snúið ört svo ekki brenni.

 

OFNBAKAÐ SUMARGRÆNMETI

  1. Skerið grænmetið gróft og setjið í eldfast mót.
  2. Hrærið saman vatni, olíu, ediki og kryddi, hellið yfir grænmetið og blandið vel saman.
  3. Setjið álpappír yfir fatið og bakið í ofni í 15-20 mínútur við 180 °C.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Hér byrjum við á að merkja við alifugla í leitinni.

Frá þemadögunum 'Sum vín eru sumarvín' - júní 2009 (PDF) Uppskrift fengin frá Ingvari Sigurðssyni
Fleiri Kjúklingaréttir