Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grænmetislasagne

með fjórum ostum og brauðbollum

Fjöldi
6
Innihaldsefni SÓSA 1 msk. ólífuolía 1 stk. laukur, u.þ.b. 100 g saxaður 1-2 hvítlauksrif, söxuð 4 msk. tómatmauk (puré) 1 dós niðursoðnir tómatar 1 tsk. oregano 1 tsk. rósmarín 3 dl vatn 200 g sveppir í bitum 200 g blómkál í bitum 200 g spergilkál í bitum 200 g kúrbítur í bitum 200 g niðursoðnar kjúklingabaunir 1 pakki grænt lasagne 500 g kotasæla 125 g gráðaostur 1 poki rifinn gratínostur 2 pokar mozzarella, litlar kúlur, skornar í tvennt 1 askja konfekttómatar, u.þ.b. 250 g BRAUÐBOLLUR 2 ½ bolli spelt 1 bolli heilhveiti 5 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 2 ½ dl hörfræ 3 dl sólblómafræ 2 dl graskersfræ 2 dl rifinn AB ostur ½ l AB mjólk 1 lítil dós kotasæla 1 msk. hlynsíróp
Aðferð

SÓSA

  1. Byrjið á að laga sósuna.
  2. Svitið saman lauk og hvítlauk og bætið síðan tómatmaukinu út í ásamt oregano og rósmarín.
  3. Bætið niðursoðnum tómötum saman við ásamt vatni og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur.
  4. Steikið grænmetið á pönnu í olíu og blandið út í sósuna ásamt kjúklingabaunum.
  5. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Síðan er öllu raðað saman á eftirfarandi hátt:
    Kotasæla, rifinn gratínostur, lasagneplötur, grænmetisblanda, gráðaostur, lasagneplötur, kotasæla, rifinn gratínostur, grænmetisblanda, lasagneplötur, kotasæla, gratínostur og grænmetisblanda.
  6. Setjið síðan konfekttómata og mozzarellaost ofan á allt saman og bakið við 180°C í 30-40 mínútur.

 

BRAUÐBOLLUR

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Blandið öllu saman og mótið litlar bollur.
  3. Setjið í heitan ofn og bakið í 15-20 mínútur.


VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir að víni með þessum rétti, en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.

Frá þemadögunum 'Ostaveisla'- september 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Árna Þór Arnórssyni
Fleiri Grænmetisréttir