Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Pizza alla casa

Fjöldi
1-2
Innihaldsefni 20 g ferskt pressuger eða 1 msk. þurrger ½ tsk. sykur 1½ dl volgt vatn 3½ dl hveiti ½ tsk. salt 2–3 msk. ólífuolía maísmjöl eða hveiti á borðplötuna 1½ dl tómatsósa 200 g rifinn mozzarellaostur 4 msk. rifinn Parma ostur 1–2 tsk. ítölsk kryddblanda (basilikum, tímían, hvítlauksduft, pipar) svartur pipar eftir smekk
Aðferð
 1. Blandið saman gerinu og sykrinum í skál.
 2. Hellið volgu vatninu saman við gerblönduna og hrærið þar til gerið er uppleyst.
 3. Bætið hveitinu smátt og smátt út í vökvann og hrærið vel með sleif þar til deigið loðir vel saman og er orðið að kúlu í   skálinni.
 4. Hvolfið deiginu á borðplötu og hnoðið í 5 mínútur með höndunum.
 5. Leggið deigið aftur í skálina. Leggið diskaþurrku yfir skálina og látið hana standa á hlýjum stað í klukkustund eða þar til deigið hefur lyft sér um helming.
 6. Hitið ofninn í 225 gráður. Sláið deigið niður og hvolfið því á borðplötu. Stráið kornmjöli eða hveiti á borðið. Hnoðið deigið í kúlu og fletjið það síðan út í kringlótta köku. 
 7. Leggið pizzubotninn á ofnplötu sem klædd hefur verið með bökunarpappír.
 8. Smyrjið botninn með pizzasósu og setjið svo álegg að eigin vali yfir.

Best er að baka þessar pizzur í pizzaofni. Annars í venjulegum ofni við um 200 gráður.

 

HUGMYNDIR AÐ ÁLEGGI

 1. Ostur og parmaskinka. borið fram með klettasalati og kirsuberjatómötum. Setjið fyrst pizzasósuna, svo ostinn, parmaskinku og bakið. setjið klettasalatið og tómatana yfir þegar pizzan kemur úr ofninum. Berið fram með stæl.
   
 2. Mozzarella, plómutómatar og parmesan. Setjið pizzasósu á botninn, svo mozzarellasneiðar og þunnar sneiðar af ferskum plómutómötum. Rifinn parmesan fer yfir þegar pizzan kemur úr ofninum. 
   
 3. Parmaskinka og ætiþistlar. Setjið pizzasósu á botninn, sneiðar af mozzarella og ætiþistlum, bakið og setjið svo   parmaskinku yfir þegar pizzan kemur úr ofninum.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna hugmyndir að víni sem henta vel með þessum rétti, en ef hakað er við "pizza" ættir þú að finna eitthvað við hæfi.

Fleiri Grænmetisréttir