Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður skötuselur

með sultuðum tómötum

Innihaldsefni 200 g af beinhreinsuðum skötusel á mann hvítlauksolía salt og pipar Sultaðir kirsuberjatómatar 1 askja tómatar, skornir í tvennt flórsykur hvítlauksolía salt pipar fersk basilíka
Aðferð
  1. Grillið hreinsað vel og haft funheitt.
  2. Skötuselurinn penslaður og kryddaður og lagður á grillið.
  3. Grilltíminn fer eftir þykkt bitanna en þegar eggjahvítan í fiskinum byrjar að springa út þá er hann tilbúinn.

Sultaðir kirsuberjatómatar

Aðferð:

  1. Tómötunum raðað í eldfast mót og kryddaðir með flórsykri, hvítlauksolíu, salti og pipar.
  2. Bakaðir í ofni við 160 gráður í 6 mínútur. Tómatarnir settir í skál og pískaðir saman. Basilíkan skorin í fínar ræmur og sett saman við tómatana.
  3. Smakkað til með ofantöldu kryddi. Borið fram með salati og kúskús.

 

HUGMYNDIR AÐ VÍNI SEM PASSAR MEÐ ÞESSUM RÉTTI

(Athugið að listinn er ekki tæmandi, en hægt er að leita nánar í vöruleitinni, eða fá aðstoð hjá starfsfólki Vínbúðanna.)

Fleiri Fiskréttir