Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Möndlukaka með kirsuberjum

Fjöldi
6
Innihaldsefni 500 g flórsykur 200 g möndlumjöl 150 g hveiti 500 g eggjahvíta 350 g smjör 35 g kirsuberjalíkjör 100 g kirsuber, steinlaus fersk eða frosin CHANTILLY RJÓMI ½ l rjómi 25 g flórsykur ½ vanillustöng, fræin hreinsuð úr
Aðferð
  1. Þurrefnum er blandað saman  og eggjahvítur síðan þeyttar saman við.
  2. Smjörið er hitað í potti þar til það byrjar að brúnast, síðan er því blandað út í deigið og þeytt í á meðan.
  3. Líkjörnum er að lokum blandað saman við.
  4. Deigið er sett í form sem er klætt að innan með smjörpappír.
  5. Kirsuberjunum er stungið í deigið.
  6. Bakað við 180°C í u.þ.b. 15 mín. eða þar til kakan er fullbökuð.

 

Öllu blandað saman og þeytt þar til rjóminn er hálfstífur.

 

VÍNIN MEÐ
Gaman er að reyna kirsuberjalíkjör eða sæt eftirréttavín, rauð eða hvít, með kökunni. Einnig er ávaxtabjór hentugur með þessum rétti.

Frá þemadögum Bjór og matur 2014 (PDF) Uppskrift fengin frá Einari Hjaltasyni og Kára Þorsteinssyni, Kol
Fleiri Skyldir Réttir