Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður kjúklingur

með sveitasælu

Fjöldi
6-8
Innihaldsefni 2 stk. heilir kjúklingar 3 stk. hvítlauksrif, marin 2 msk. blóðberg (eða tímían) 1 stk. appelsína (rifinn appelsínubörkur) 1 msk. hlynsíróp 1 msk. estragon 1 msk. dijon-sinnep SVEITASÆLA 100 g gulrætur 100 g gulrófur 100 g kartöflur 100 g sellerírót 1 tsk. kjúklingakraftur
Aðferð
  1. Kljúfið kjúklinginn í tvennt.
  2. Hrærið saman hvítlauk, blóðberg, estragon, appelsínubörk, hlynsíróp og dijon-sinnep og penslið yfir kjúklinginn.
  3. Grillið kjúklinginn í 15 mínútur við miðlungshita, lækkið síðan hitann og grillið áfram í 40 mínútur.
  4. Snúið kjúklingnum eftir þörfum og penslið með kryddleginum.

 

SVEITASÆLA
Grænmetið er skorið í grófa bita og steikt í potti í 10 mínútur. Bætið kjúklingakrafti saman við ásamt 1 dl af vatni og sjóðið eftir smekk.

 

 

VÍNIN MEÐ
Ávaxtarík og mjúk vín eru heppileg með ljósu kjöti eins og í þessum rétti. 

 

Úr þemabæklingnum "Sumarvín" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Páli Rúnarssyni
Fleiri Kjúklingaréttir