Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hreindýratartar

Fjöldi
6
Innihaldsefni 400 g fitu- og sinalaus hreindýravöðvi (athugið að ekki þarf að nota bestu vöðvana í þennan rétt) Salt Svartur pipar Repjuolía (eða önnur góð olía) EGG 2 harðsoðin egg Salt LAUKAR 1 stk. skalottlaukur ½ búnt graslaukur ½ rauðlaukur SULTUÐ HVÖNN 100 g edik 80 g vatn 80 g sykur 100 g saxaðir hvannastilkar HVANNARKREM 3 msk. sýrður rjómi 2 msk. majónes 1 búnt hvannarblöð (hægt er að nota aðrar jurtir, t.d. dill eða steinselju) 1 skalottlaukur Dálítið eplaedik Ögn af salti
Aðferð

HREINDÝRATARTAR
Saxið kjötið þar til það er orðið nokkuð fínt, smakkið til með saltinu, piparnum og olíunni uns allt er himneskt.

 

EGG
Saxið eggið smátt og smakkið til með saltinu.

 

LAUKAR
Allir laukarnir eru saxaðir fínt en þeim þó haldið aðskildum.

 

SULTUÐ HVÖNN

  1. Setjið edik, vatn og sykur í pott og látið suðuna koma upp.
  2. Hellið yfir stilkana, setjið í skál og lokið.
  3. Látið standa í a.m.k. 6 tíma. Bestir verða leggirnir þó eftir u.þ.b. mánuð eða tvo.

 

HVANNARKREM

  1. Setjið hvannarblöðin í sjóðandi léttsaltað vatn og sjóðið í 3 mínútur.
  2. Kælið þau í ísköldu vatni og þerrið síðan.
  3. Loks er öllu blandað saman í matvinnsluvél uns flauelsmjúkt og fallegt.

 

FRAMREIÐSLA
Raðið öllu hlið við hlið á disk svo fallegu litirnir fái að njóta sín.

 

VÍNIN MEÐ
Veljið villibráð í vöruleitinni með hreindýrinu.

 

Úr bæklingi frá þemadögum - Smáréttaveisla (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Karli Gíslasyni, DILL
Fleiri Villibráðaréttir