Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Gæsalifrar- og eplarandalín

Fjöldi
4
Innihaldsefni Frönsk gæsa- og andalifur fæst í flestum sælkerabúðum. 500 g frönsk anda- eða gæsalifur, hálfsoðin eða ósoðin. 10 radísur 3 msk. hunang 1 msk. vatn 1 msk. olía, til steikingar 2 gul epli 50 g smjör 1 msk. balsamedik 2 msk. hveiti salt og svartur pipar
Aðferð
 1. Afhýðið radísurnar, skerið 5 þeirra í þunnar sneiðar en rífið hinar 5 gróft í rifjárni.
 2. Setjið radísusneiðarnar í lítinn pott ásamt hunangi og 1 msk. af vatni og sjóðið í 10 mínútur við vægan hita.
 3. Hitið olíuna á pönnu og steikið rifnu radísurnar.
 4. Leggið þær síðan á pappír og látið olíuna renna af þeim.
 5. Skolið eplin, kjarnhreinsið þau með því að stinga grænmetisflysjara í gegnum þau og snúið hring innan úr þeim.
 6. Skerið eplin í 1 cm þykkar sneiðar þannig að í hverri sneið verði gat eftir kjarnann.
 7. Steikið síðan 12 fallegustu eplasneiðarnar upp úr smjöri í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
 8. Skerið lifrina í 8 sneiðar, veltið upp úr hveitinu og steikið í smjörinu nokkrar sekúndur á hvorri hlið.
 9. Takið fram 4 diska, setjið eina eplasneið á hvern disk og síðan eina sneið af andalifur þar ofan á.
 10. Leggið þá aðra sneið af epli ofan á og aftur eina sneið af lifur og að lokum eina eplasneið efst.
 11. Skreytið með steiktri radísu.
 12. Leggið hunangssoðnu radísusneiðarnar í kringum eplið og dreypið ögn af ediki á þær. Saltið og piprið. Berið strax fram.

 

VÍNIN MEÐ
Hvít eftirréttavín
eru upplögð með gæsalifrinni. 

 

Uppskrift fengin frá Gestgjafanum
Fleiri Skyldir Réttir