Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nautaspjót „Bulgogi“

með kimchi

Innihaldsefni 1 kg nautakjöt, t.d mínútusteikur MARINERING 7 msk. sojasósa 3 msk. púðursykur 2 msk. Mirin 1 stk. rautt epli ½ laukur 1 msk. hvítlaukur, saxaður 2 msk. engifer, saxað fínt 2 msk. sesamolía Pipar
Aðferð

Allt hráefni í marineringuna er maukað saman í matvinnsluvél og smakkað til með pipar. Marinerið kjötið í 1 klst. og grillið síðan. Borið fram með hrísgrjónum og Kimchi.

Sætu kryddtónarnir í marineringunni gera það að verkum að ávaxtarík og mjúk rauðvín frá Bandaríkjunum henta vel.

 

Uppskrift fengin frá Múlakaffi
Fleiri Nautakjötsréttir