Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bruschetta

með tómötum

Fjöldi
8-10
Innihaldsefni 1 stórt snittubrauð 1 hvítlauksrif 4–5 msk. ólífuolía 3–4 stk. tómatar 1 stk. miðlungsstór rauðlaukur 1 búnt basilikum 2 msk. ólífuolía salt og ferskmalaður pipar eftir smekk litlar mozzarellakúlur til skrauts (má sleppa)
Aðferð

Uppskriftin gefur ca 20–30 stk.

  1. Hitið ofninn í 200 gráður
  2. Skerið brauðið í u.þ.b. 1½ sm þykkar sneiðar
  3. Flysjið hvítlauksrifið og skerið í tvennt.
  4. Nuddið brauðsneiðarnar með hvítlaukshelmingunum.
  5. Hitið olíuna á pönnu og steikið brauðsneiðarnar í henni þar til þær eru léttbrúnaðar.
  6. Saxið tómatana og rauðlaukinn, setjið í skál.
  7. Saxið basillaufin og setjið saman við tómatana
  8. Bætið 2 msk. af olíu út í tómatblönduna og hrærið varlega.
  9. Setjið u.þ.b. eina matskeið af tómatmauki á hverja brauðsneið, ½ mozzarellakúlu og basillauf.
  10. Kryddið með salti og pipar og berið fram.

VÍNIN MEÐ

Upplagt að nota vöruleitina, en ef hakað er við "smárétti" hafa vínráðgjafar valið vín sem henta vel með slíkum réttum.

 

Fleiri Grænmetisréttir