Fréttir

ÁTVR með hæstu einkunn í Íslensku Ánægjuvoginni

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskiptavinir gefa Vínbúðinni hæstu einkunn. Vínbúðin fékk einkunnina 73,8. Til samanburður var meðaltal allra fyrirtækja í mælingunni 63,0. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Lesa meira

Vörulisti Vínbúða

Veldu þína Vínbúð og skoðaðu vöruúrvalið

Umhverfisvænni pokar

Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir valið að kaupa margnota poka sem hægt er að nota aftur og aftur í stað einnota plastpoka. Margnota pokarnir hafa notið mikilla vinsælda, enda auðveldlega hægt að nýta þá í fleiri innkaupaferðum.

Lesa nánar