Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Cheviche

Fjöldi
4
Innihaldsefni 200 g lax 200 g hörpuskel 4 msk. ferskt chili 4 stk. límónur 2 stk. appelsínur 2 stk. sítrónur 2 msk. engifer 2 stk. grillaðar paprikur, rauðar Ferskur kóríander
Aðferð
  1. Lax og hörpuskel er skorið í litla bita.
  2. Börkur af sítrusávöxtum er rifinn og safinn kreistur úr þeim.
  3. Blandað saman við papriku, ferskan chili og engifer og maukað.
  4. Maukinu er því næst blandað saman við fiskinn og hann látinn marinerast í u.þ.b. 2 klst.

Borið fram í skál og söxuðum ferskum kóríander eða öðru kryddi dreift yfir.

 

VÍNIN MEÐ
Sýran og kryddunin í þessum rétti kallar á hvítvín og þrúgur með ferska sýru, t.d. ósætan Riesling eða Sauvignon Blanc. Fyrir þá sem velja bjórinn kallar þessi réttur á hveitibjór.

Frá þemadögunum 'Bjór og Matur' 2014 (PDF) Uppskrift fengin frá Einari Hjaltasyni og Kára Þorsteinssyni
Fleiri Fiskréttir