Vottaðar vörur í Vínbúðunum

Í hillum Vínbúðanna finnur þú úrval af vottuðum vörum. Markmið með vottun vara er að vernda líffræðilega fjölbreytni og heilbrigði jarðvegs, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja góð vinnuskilyrði. Óháðir eftirlitsaðilar votta að framleiðslan sé í samræmi við kröfur og er vottunin góð vörn gegn grænþvotti.

Allar fréttir
Allar fréttir

Jalapeño og Sauvignon Blanc

Undanfarið hefur verið áberandi trend á samfélagsmiðlum, sérstaklega TikTok, þar sem skorið jalapeños er fryst og svo skellt út í glas af Sauvignon Blanc. Þetta trend hefur farið eins og sinueldur undir heitinu Spicy Sauvy B og þykir sumum þetta gera Sauvignon Blanc enn ferskara.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Ýmis vín henta vel með ostinum, en best er að haka við "ostar" og "eftirréttir" í vöruleitinni til að fá hugmyndir.

Allar uppskriftir

Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.

Allar rannsóknir og greinar