Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bláskel

Fjöldi
4
Innihaldsefni 1,5 kg fersk bláskel 1 búnt vorlaukur 150 g smjör 1 bolli hvítvín 500 ml ostasoð 1,5 kg kartöflur OSTASOÐ 1 stk. laukur 2 stk. hvítlauksgeiri 100 g parmesan, rifinn 200 ml vatn 200 ml rjómi 100 ml hvítvín
Aðferð

OSTASOÐ

  1. Laukur og hvítlaukur sneiddir og svitaðir í potti þar til glærir og fínir, hvítvíninu er þá bætt út í og soðið í stutta stund. 
  2. Því næst er rjóma og vatni bætt út í og blandan látin sjóða í nokkrar mínútur.
  3. Að lokum er parmesan ostinum bætt út í, öllu blandað saman með töfrasprota eða písk og soðið loks sigtað

 

KARTÖFLUR

  1. Skerið kartöflur í hæfilega bita og veltið upp úr olíu, gott er að krydda þær með ferskum hvítlauk, fersku garðablóðbergi (timian), salti og pipar.
  2. Ofnbakið í um 20-30 mínútur á 180°C.  

 

BLÁSKEL

  1. Best er að nota stóran pott miðað við magn sem á að elda og hafa allt hráefni tilbúið við höndina, þar sem eldunin tekur mjög stuttan tíma.
  2. Vorlaukurinn er skorinn fínt meðan potturinn hitnar.  
  3. Bláskel, smjör og vorlaukur sett í vel heitan pottinn, víninu bætt út í og pottinum lokað strax (mikilvægt að nota lok og hafa hraðar hendur) og soðið í 1 mínútu.
  4. Að lokum er ostasoðinu bætt við og allt soðið þar til allar skeljar hafa opnast, mikilvægt er að gæta þess að sjóða ekki of lengi. 
  5. Best er að bera skelina fram í pottinum sem hún er elduð í og kartöflur í skál til hliðar.  

 

VÍNIN MEР

Með þessum rétti hentar ferskur Sauvignon Blanc vel. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Einnig getur spænskur Albariño hentað vel.

Uppskrift fengin frá Von Mathúsi
Fleiri Fiskréttir