Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjúklingabringa „Parmegiana“

steikt í brauðhjúp, með tómat og mozzarella

Fjöldi
4
Innihaldsefni SÓSA ½ dl Extra Virgin ólífuolía 1 stk. laukur, fínt saxaður 3 stk. hvítlauksrif, fínt söxuð 400 g góðir tómatar í dós, „crushed“ 1 stk. lárviðarlauf 1 lítil rósmaríngrein ½ tsk. chiliflögur (smekksatriði) Salt og pipar KJÚKLINGABRINGA 4 200 g hveiti 2 egg Dass af mjólk 400 g Panko brauðraspur 50 g parmesan ostur, rifinn Salt og pipar 2 kúlur mozzarella, skornar í 6 sneiðar hvor Rifinn parmesan ostur Ólífuolía til steikingar 250-350 g spaghettí ½ búnt flöt steinselja
Aðferð
  1. Skerið með beittum hníf þversum og langsum í kjúklingabringurnar og fletjið út þannig þær þynnist og verði tvöfaldar um sig.
  2. Sláið létt á þær með buffhamri til að jafna þykktina sem á að vera 1,5-2 cm.
  3. Kryddið létt á báðum hliðum með salti og pipar.
  4. Blandið saman brauðraspi og parmesan osti.
  5. Þeytið saman egg og mjólk. Pannerið kjúklinginn með því að dýfa fyrst í hveiti og þekja báðar hliðar, sláið aðeins af hveitið, og setjið yfir í eggjablönduna, þannig að hjúpi vel.
  6. Setjið að lokum í raspblönduna og þrýstið raspinum vel á kjúklinginn á báðar hliðar.
  7. Þetta er hægt að undirbúa stuttu fyrir matreiðslu.
  8. Geymið í kæli þar til matreitt.
  9. Hitið 2 stórar pönnur og hellið um ½ dl af ólífuolíu á hvora um sig.
  10. Setjið kjúklinginn í snarkandi heita olíuna.
  11. Steikið bringurnar á báðum hliðum þar til gullinbrúnar (u.þ.b. 2 mín. á hlið).
  12. Færið af pönnunni og þerrið á pappír.
  13. Setjið kjúklingabringur í eldfast mót, 2-3 msk. af sósunni eru settar í miðjuna ofan á hverja bringu og 3 sneiðum af mozzarella raðað ofan á ásamt 1-2 msk. af rifnum parmesan. Bakið í 170°C heitum ofni í 5-6 mín.
  14. Berið fram á diski með spaghettí.
  15. Gott er að nota dálítið af sósunni og blanda saman við spaghettíið ásamt saxaðri ferskri steinselju og Extra Virgin ólífuolíu.
  16. Einnig gott að bera fram með spergilkáli.

 

VÍNIN MEР
Til pörunar á þessum rétti er hægt að nota hvítt, rautt eða rósavín

Uppskrift fengin frá Essensia
Fleiri Kjúklingaréttir