Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Tequila kjúklingabringur

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 stk. kjúklingabringur, skinn og beinlausar 3 stk. lime (safinn) ½ búnt ferskt kóríander, smátt skorið 1 hvítlauksrif, rifið niður 2 msk. tequila ½ tsk. broddkumin 1 jalapeno pipar, fræhreinsaður og smátt skorinn 1 msk. ólífu olía
Aðferð
  1. Maukið saman kóríander, hvítlauk, kumin og jalapeno í morteli eða skál.
  2. Bætið tequila, lime safa og ólífu olíu út í maukið.
  3. Þvoið og þerrið bringurnar og leggið í marineringuna í lokuðum plastpoka eða skál.
  4. Látið marinerast í 6 klst. eða yfir nótt. Látið umfram marineringu renna af bringunum og hendið henni.
  5. Grillið bringurnar þar til þær eru eldaðar í gegn, eða í u.þ.b. 25 mínútur.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni eru hugmyndir að víni með þessum rétti.

 

Fleiri Kjúklingaréttir