Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hvítsúkkulaðimús

með hindberjum og sítrónumarens

Innihaldsefni HVÍTSÚKKULAÐIMÚS 225 g hvítt súkkulaði 2 stk. egg (1 heilt og 1 rauða) 25 g sykur 400 ml léttþeyttur rjómi 1,5 cl romm 2 ½ blöð matarlím BERJASÓSA 500 ml frosin hindber 200 ml vatn 1 blað matarlím 100 g sykur SÍTRÓNUMARENS 2 eggjahvítur 150 g sykur 1 sítróna (safinn)
Aðferð

HVÍTSÚKKULAÐIMÚS

  1. Bræðið súkkulaði.
  2. Blandið eggjum og sykri saman, þeytið í froðu og blandið síðan saman við súkkulaðið.
  3. Hitið rommið og látið matarlímið leysast upp í því.
  4. Blandið öllu saman með sleikju.
  5. Í lokin er léttþeyttum rjóma blandað varlega saman við með sleikju.

 

BERJASÓSA

  1. Maukið frosnu hindberin.
  2. Blandið vel við vatn, matarlím og sykur og setjið í frysti.
  3. Hrærið í granítunni á u.þ.b. hálftíma til klukkutíma fresti þangað til hún er frosin.

 

 SÍTRÓNUMARENS

  1. Þeytið saman eggjahvítur, sítrónusafa og sykur.
  2. Setjið á smjörpappír og bakið við 140°C í 1 klst.
  3. Látið svo þurrkast í ofni við 80°C þar til marensinn er orðinn stökkur.

 

VÍNIN MEÐ
Góð pörun með sætum eftirréttum eru sæt vín og með þessum rétti henta hvítvín eða freyðivín. Hér er tilefni til að opna sætt freyðivín, allt í þessum rétti biður um það.

Í tilefni freyðivínsþema í Vínbúðunum Uppskrift fengin frá Pétri Lúkas Alexsyni, Sjávargrillinu
Fleiri Skyldir Réttir