Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Porterborgari

með rauðlaukssultu og sykurbrúnuðu beikoni

Innihaldsefni HAMBORGARABUFF 500 g nautahakk 150 g rifinn cheddarostur 50 g rjómaostur 20 g fajita kryddblanda 1 msk. srirachasósa Salt og pipar 100 g saxað beikon TOASTED PORTER RAUÐLAUKSSULTA 4 stk. meðalstórir rauðlaukar 3 stk. hvítlauksgeirar 1 tsk. chiliduft 1 tsk. engiferduft 2 msk. edik 2 msk. púðursykur 2 msk. hlynsíróp 100 ml toasted porter bjór SYKURBRÚNAÐ BEIKON 8 beikonsneiðar, tvær á hvern borgara 30 g púðursykur MEÐLÆTI 4 sneiðar cheddarostur 4 stk. hamborgarabrauð Majónes Lambhagasalat Tómatsneiðar Smjörsteiktir sveppir
Aðferð

HAMBORGARABUFF

  1. Öllu blandað saman og mótað í 4 buff.
  2. Buffin grilluð eða steikt með sneið af cheddarosti. 

 

TOASTED PORTER RAUÐLAUKSSULTA
Allt sett í pott og soðið niður uns verður að sultu.

 

SYKURBRÚNAÐ BEIKON
Beikon sett í ofnskúffu, púðursykri stráð yfir og steikt í ofni á 180°C í um 10 mín.

Majónes sett á hamborgarabrauð ásamt lambhagasalati, tómatsneiðum, toasted porter rauðlaukssultu, smjörsteiktum sveppum og sykurbrúnuðu beikoni.

 

VÍNIN  MEÐ
Suður-ítölsk rauðvín, gjarnan með smásætu passa hér vel með borgaranum og einnig smásæt rósavín. Margir velja eflaust bjórinn frekar en í uppskriftinni er ristaður porter og tilvalið að velja slíkan eða jafnvel stout. Einnig gengur öflugt belgískt eða breskt öl. Hér er bragðmikill réttur, sem kallar á bragðmikinn bjór. 

Frá þemadögunum 'Bjór og matur' 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Frederiksen Ale House
Fleiri Nautakjötsréttir