Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Súkkulaðifrauð

Fjöldi
u.þ.b.10
Innihaldsefni 150 g rjómi 110 g dökkt súkkulaði, u.þ.b. 56% 40 g mjólkursúkkulaði, u.þ.b. 33% 1 blað matarlím 250 g rjómi, léttþeyttur MÖNDLUTENINGAR 50 g fínmalaðar möndlur 50 g hveiti 50 g smjör 50 g hrásykur JARÐARBERJASÓSA 150 g jarðarber (mega vera frosin) 50 g hunang (akasíu) 50 g sykur 100 g vatn Dálítil vanilla eða minta (má sleppa)
Aðferð

SÚKKULAÐIFRAUÐ

 1. Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni.
 2. Hitið rjómann upp að suðu, setjið matarlímið út í og látið bráðna.
 3. Hellið u.þ.b. 2/3 af heita rjómanum yfir saxað súkkulaðið og látið standa í u.þ.b. 1 mínútu.
 4. Hrærið út frá miðju og myndið bindingu. Bætið afganginum af rjómanum saman við í 2-3 skömmtum og hrærið á milli.
 5. Þegar blandan er orðin 35°C er léttþeytta rjómanum blandað varlega saman við með sleif.
 6. Ef frauðið er mjög blautt er gott að setja það í kæli í smástund eða þar til þægilegt er að sprauta því í glös.


MÖNDLUTENINGAR

 1. Setjið allt í hrærivélarskál og hrærið með spaðanum þar til allt blandast saman.
 2. Takið úr skálinni og fletjið út á bökunarpappír með höndunum, u.þ.b. 1 cm þykkt.
 3. Setjið í frysti í smástund þar til deigið er orðið vel stíft.
 4. Takið út og skerið niður í teninga, dreifið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið við 160°C þar til þeir fá fallegan lit.
 5. Takið út, kælið og geymið í lokuðu boxi.


JARÐARBERJASÓSA

 1. Maukið berin örlítið í skál.
 2. Búið til síróp með því að sjóða saman vatn, sykur og hunang (ásamt dálítilli vanillu eða mintu).
 3. Hellið yfir berin og blandið vel. Athugið að sírópið segir til um þykktina á sósunni.
 4. Kælið. Setjið dálitla jarðarberjasósu í botninn á glasi, sprautið smávegis af súkkulaðifrauði ofan í sósuna svo hún ýtist upp með hliðunum á glasinu.
 5. Setjið nokkra möndluteninga ofan á frauðið og sprautið síðan meira súkkulaðifrauði ofan á.
 6. Sigtið dálítið kakó yfir og skreytið með berjum og möndluteningum.
   

VÍNIN MEÐ
Rauð eftirréttavín og portvín eiga vel við súkkulaðifrauðið

 

Fengið úr bæklingi frá þemadögunum "Eftirréttaveisla" (PDF) Uppskrift fengin frá Hafliða Ragnarssyni, Mosfellsbakaríi
Fleiri Skyldir Réttir