Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Taco með grísahnakka

mangósalsa og avókadómauki

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 sneiðar grísahnakki 4 stk. tortilla-kökur ÞURRKRYDD Á GRÍSAHNAKKA 5 msk. púðursykur 2 msk. salt 1 tsk. kúmen 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. laukduft ½ tsk. cayenne pipar 3 tsk. paprikuduft 1 tsk. reykt paprikuduft 1 tsk. svartur pipar, grófmalaður MANGÓSALSA 1 stk. mangó 1 stk. rauðlaukur 1 stk. rauð paprika 8 stk. kirsuberjatómatar 1 stk. límóna, börkur og safi 1 stk. rauður chili ½ búnt kóríander 1 msk. minta Salt Pipar Ólífuolía Eplaedik AVÓKADÓMAUK 2 stk. mjúk avókadó 3 msk. sýrður rjómi 1 stk. límóna, safi og börkur Salt
Aðferð

Kryddið grísahnakkana með þurrkryddinu á alla kanta og leyfið að standa í að minnsta kosti 15 mínútur. Grillið kjötið þangað til það er fulleldað.

MANGÓSALSA

Allt skorið fínt og hrært saman í skál. Smakkað til með salti, pipar, olíu og ediki.


AVÓKADÓMAUK

Sett saman í matvinnsluvél og smakkað til með salti.

VÍNIN MEÐ

Rauðvín frá Chianti og Chile passa vel hér en rósavín með smá sætu er líka spennandi kostur

Uppskrift fengin frá Múlakaffi
Fleiri Skyldir Réttir