Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Pina colada ávaxtasalat

Fjöldi
8
Innihaldsefni 3 cl kókosromm (Malibu eða samskonar) 1 bolli hnetur (t.d. macademiu eða kasjúhnetur) 2 stk. bananar 1 papaya 4 stk. lime (safinn) 3 bollar vatnsmelóna í kúlum eða bitum 2 bollar ferskur ananas í bitum 1 bolli kókosflögur 3 bollar vanillujógúrt
Aðferð
  1. Hakkið hneturnar gróft niður og ristið þær síðan á þurri pönnu þar til þær taka smá lit.
  2. Leggið þær til hliðar og leyfið þeim að kólna.
  3. Skerið banana og papaya í bita og veltið upp úr lime safanum.
  4. Bætið vatnsmelónu, ananas og kókosflögum út í.
  5. Hellið romminu yfir og blandið vel.
  6. Setið ávextina í fallega skál eða berið fram í hálfum kókoshnetum.
  7. Stráið ristuðu hnetunum yfir og berið fram með vanillu jógúrt (má sleppa ef vegan).

 

VÍNIN MEÐ
Hvít og sæt desertvín eru fín með ávaxtasalatinu.

Fleiri Skyldir Réttir