Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Linsubaunasúpa

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2 stk laukar 3 stk. hvítlauksgeirar 1 stk. chili, fræhreinsaður ½ tsk. kummin ½ tsk. herbs de provence ¼ tsk. kóríander, steytt eða malað 1 stk. stjörnuanís, heill 70 g seljurót 70 g gulrætur 70 g smáar kartöflur 2 msk. tómatmauk 1 dós lífrænar linsubaunir 3 msk. grænmetiskraftur Eplaedik Sjávarsalt
Aðferð
  1. Skerið laukinn miðlungsfínt og hvítlaukinn fínt, brúnið í potti í dálítilli olíu uns gullinbrúnn.
  2. Saxið chili og bætið saman við ásamt öðru kryddi og steikið í 2-3 mínútur.
  3. Hreinsið grænmetið og skerið í bita. Því er svo bætt út í ásamt 2,5 l af vatni, tómatmauki og grænmetiskrafti.
  4. Sjóðið við miðlungshita í um 50-60 mínútur. Smakkið til með sjávarsalti og eplaediki. 

 

VÍNIN MEÐ

Hvítvín eru almennt upplögð með grænmetisréttum. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir, en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. 

Úr þemabæklingi 'Lífrænir dagar (mars 2014) (PDF) Uppskrift fengin frá Böðvari Sigurvin Björnssyni, Lifandi markaði
Fleiri Grænmetisréttir