Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Villisveppa Risotto

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2–3 stk. skalottlaukar ½ dl jómfrúarólífuolía 250 g risottogrjón 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð 1 msk. smjör Salt og pipar til smakks VILLISVEPPIR 100–200 g góðir sveppir td. portobello 50 g þurrkaðir villisveppir, lagðir í bleyti (soðið sigtað frá) Ef hægt er að verða sér úti um ferska villisveppi þá er það best. 50 g smjör 2 msk. olífuolía 250 ml rjómi (má sleppa) 100 g ferskur parmesan salt og pipar úr kvörn eftir smekk
Aðferð
  1. Hitið olíuna í góðum potti og svitið laukinn (má ekki brúnast). Hellið yfir hrísgrjónunum og hitið saman og hrærið stöðugt í ca.1 mín.
  2. Hellið ¼ af heitu soðinu út í og látið malla þar til grjónin hafa tekið í sig soðið.
  3. Bætið síðan bolla og bolla í einu af soðinu þar til grjónin eru orðin mjúk og hafa drukkið í sig allan vökvann, 15–18 mínútur.

 

VILLISVEPPIR

  1. Hitið olíu og smjör á góðri pönnu.
  2. Steikið sveppina þar til þeir eru fallega brúnaðir, hellið rjómanum út í og sjóðið um stund (rjómanum má sleppa en bætið þá við ca. 50 g af smjöri í restina) þar til rjóminn hefur þykknað örlítið.
  3. Bætið risottogrjónunum saman við og hrærið í þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Hrærið rifnum parmesanostinum saman við að endingu og berið fram. 
  5. Skreytið með grófrifnum parmesan-ostinum og svörtum pipar.

Borðist eitt og sér með góðu brauði eða sem meðlæti með öðrum réttum. Þessa grunnuppskrift er hægt að nota með ýmiss konar meðlæti svo sem sjávarréttum, kjúklingakjöti og ferskum grænum aspas.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna hugmyndir að víni sem henta vel með þessum rétti, en ef hakað er við "pasta" ættir þú að finna vín við hæfi.

 

 

Fleiri Grænmetisréttir