Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Steiktur koli

með kryddjurtakremi og stökku rúgbrauði

Fjöldi
6
Innihaldsefni 600 g skarkoli án beina og roðs 60 g smjör Salt Ögn af góðu ediki KRYDDJURTAKREM 3 msk. sýrður rjómi 2 msk. majónes 1 búnt dill 1 stk. skalottlaukur Ögn af eplaediki Salt STÖKKT RÚGBRAUÐ 2 sneiðar rúgbrauð
Aðferð

Steikið skarkolann upp úr smjörinu uns hann er fallega brúnaður. Kryddið hann þá með ögn af salti og nokkrum dropum af ediki. Takið hann af pönnunni og þerrið dálítið á þurrum pappír áður en hann er borinn fram.

 

KRYDDJURTAKREM
Öllu er blandað saman í matvinnsluvél uns flauelsmjúkt og fallegt.

 

STÖKKT RÚGBRAUÐ

  1. Stingið rúgbrauðinu í 150° heitan ofn og bakið þar til það verður stökkt.
  2. Leyfið því að kólna og vinnið síðan í matvinnsluvél með ögn af salti uns þetta er orðið að fínu púðri.

 

FRAMREIÐSLA

  1. Gerið fallega skarpa línu með kreminu, leggið skarkolann á hana.
  2. Stráið rúgbrauðsduftinu yfir og skreytið með huggulegum dilltoppum.

 

VÍNIN MEÐ
Hér er upplagt að nota vöruleitina og haka við vínin sem henta með fiski.

Úr bæklingi frá þemadögunum "Smáréttaveisla" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Karli Gíslasyni, DILL
Fleiri Fiskréttir