Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Steikt lambafillet

með soðnum blaðlauk, fjallagrasarjóma og villtu blóðbergi

Fjöldi
6
Innihaldsefni LAMBAFILLET 500 g fitu- og sinalaust lambafillet 30 g olía Gróft eðalsalt SOÐINN BLAÐLAUKUR 6 cm blaðlaukur, hvíti hlutinn 40 g smjör Vatn Salt
Aðferð

LAMBAFILLET

  1. Steikið lambahryggvöðvann á snarpheitri pönnu, á öllum hliðum uns fallega brúnaður.
  2. Takið af pönnunni og klárið að steikja í ofni þannig að kjarnhiti nái 51°.
  3. Takið úr ofninum og látið hvíla.

 

SOÐINN BLAÐLAUKUR

  1. Setjið blaðlaukinn, smjörið og ögn af salti í pott með vatni svo rétt fljóti yfir laukinn.
  2. Sjóðið þar til laukurinn er nánast mjúkur í gegn.
  3. Athugið að sjóða hann við vægan hita svo hann detti ekki allur í sundur.
  4. Leyfið að hvíla í vatninu uns komið er að því að framreiða réttinn.

 

FJALLAGRASARJÓMI
Setjið allt í pott og hitið smástund þar til rjómaosturinn og rjóminn hafa blandast saman.

 

VILLT BLÓÐBERG
Tínið dálítið blóðberg úti í grænni náttúrunni. Einnig er hægt að nota timjan.

 

FRAMREIÐSLA
Skerið lambið þversum í fallegar sneiðar og sömuleiðis blaðlaukinn. Smyrjið dálitlu af fjallagrasarjómanum á disk. Leggið lambakjötssneiðar ofan á og síðan blaðlaukinn ofan á kjötið. Kryddið með dálitlu salti og blóðbergi.

 

VÍNIN MEÐ
Hægt er að velja góð vín með lambinu frá flestum stöðum í vínheiminum gjarnan rauð.

Úr bæklingi frá þemadögum - Smáréttaveisla (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Karli Gíslasyni, DILL
Fleiri Lambakjötsréttir