Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Indverskar kjötbollur

Kofta korma

Fjöldi
4
Innihaldsefni 600-800 g af góðu lambahakki (má nota nautahakk) 1 msk. matarolía 2 stk. meðalstórir laukar, fínthakkaðir 2 stk. hvítlauksrif, fínhökkuð 2-3 msk. hveiti 2 msk. ferskt koríander, saxað 1 tsk. garam masala ½ tsk. steytt kúmen ½ tsk. paprikuduft 2 tsk. koríanderduft ½ tsk. svartpipar 1 tsk. salt SÓSAN 1 dl matarolia 4-5 stk. hakkaðir tómatar 1 tsk. grófsteytt kúmen 3 stk. lárviðarlauf 2 stk. kanelstangir 1 tsk. turmerik 1 stk. rautt chili, saxað ½ tsk. salt 1 dl þeyttur rjómi 1 ½ dl matreiðslurjómi
Aðferð
  1. Léttsteikið lauk og hvítlauk, takið af pönnunni og hrærið saman við krydd og þurrefni.
  2. Blandið síðan saman hakkinu og kryddinu og mótið 16- 20 bollur og léttsteikið.

 

SÓSAN
Hitið olíuna í wokpönnu, bætið við söxuðu tómötunum og öllu kryddi nema salti. Steikið á meðalhita í 3-4 mínútur. Setjið smá vatn á pönnuna ásamt saltinu og sjóðið bollurnar varlega í 10 mínútur. Bætið við rjómanum og sjóðið gætilega í nokkrar mínútur. Veiðið kanelstangirnar upp úr ásamt lárviðarlaufunum. Berið fram með hrísgrjónum.

VÍNIN MEÐ

Með því að merkja við austurlenskan mat í vöruleitinni koma margar góðar tillögur að víni með þessum rétti.

 

Fleiri Lambakjötsréttir