Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lambalæri marinerað í bláberjum

með bökuðum sætum kartöflum

Fjöldi
4
Innihaldsefni 1 stk. lambalæri 1 l bláberjadjús 500 g frosin bláber 6 greinar timjan 1 stk. heill hvítlaukur MEÐLÆTI 4 stk. litlar sætar kartöflur 4 msk. 36% sýrður rjómi 1 sítróna Graslaukur
Aðferð
  1. Setjið allt nema lambalærið í blandara og maukið vel saman.
  2. Hellið marineringunni yfir lærið og marinerið í 2-5 daga. Því lengur, því betra.
  3. Takið lærið úr marineringunni og strjúkið sem mest af vökvanum af því.
  4. Vefjið lærið í álpappír, grillið á miðlungsheitu grilli í 30 mínútur og snúið því reglulega.
  5. Takið álpappírinn af og grillið lærið áfram í 10 mínútur. Leyfið kjötinu að hvíla vel í a.m.k. 10 mínútur áður en það er skorið. 

 

MEÐLÆTI

  1. Vefjið kartöflunum inn í álpappír og bakið þær á grillinu með lambinu.
  2. Takið kartöflurnar úr álpappírnum, skerið í þær og setjið sýrðan rjóma ofan á.
  3. Raspið sítrónubörk yfir og sáldrið fínt söxuðum graslauk efst. 

 

VÍN SEM HENTAR

Lambalæri sem er marinerað á þennan hátt kallar á bragðmikil frönsk rauðvín frá Bordaux. Einnig ítölsk Ripasso vín eða góð spænsk Rioja vín.

Uppskrift fengin frá Grillmarkaðnum
Fleiri Lambakjötsréttir