Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Pasta með risarækju

Fjöldi
4
Innihaldsefni 1 pakki tagliatelle pasta 500 g tómatar 1 stk. chili 1 búnt flöt steinselja 1 stk. sítróna 2-3 hvítlauksgeirar 500 g risarækja ½ bolli hvítvín Ólífu olía Parmesan
Aðferð
  1. Pastað er soðið í vel söltu vatni.
  2. Hvítlaukur er sneiddur og steiktur í stutta stund, þá er rækjunum bætt við og steiktar í örlitla stund.
  3. Næst eru tómatar skornir niður í 6-8 bita, þeim bætt út á pönnuna og allt steikt saman í 2 mínútur, þá er hvítvíninu bætt við blönduna og eldað í 2 mínútur í viðbót.
  4. Chili er fræhreinsað og sneitt og er því næst bætt á pönnuna ásamt steinselju og örlitlu af pasta vatninu.
  5. Börkurinn af sítrónunni er raspaður út í og safinn síðan kreistur líka saman við.
  6. Sósan er smökkuð til með salti, pasta sett í skál og sósunni dreift yfir ásamt parmesan. 


VÍNIN MEÐ:
Þessi réttur kallar á Riesling með örlítilli sætu eða nýsjálenskan Sauvignon Blanc en báðar tegundirnar búa yfir ávaxtaríkum bragðeinkennum og góðri sýru.

Uppskrift fengin frá Von Mathúsi
Fleiri Skyldir Réttir