Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bananabrauð

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2 stk. vel þroskaðir bananar 3 egg 220 g sykur 160 g hveiti 100 g súkkulaði 100 g döðlur 150 g vatn 100 g brætt smjör 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. matarsóti ½ tsk. salt Vanilluís KARAMELLA 300 g sykur 75 g smjör 200 ml rjómi 25 g hunang 20 ml vatn
Aðferð

BANANABRAUР

  1. Egg og sykur er þeytt saman þar til blandan er ljós og létt.
  2. Döðlur eru soðnar í vatni þar til þær eru orðnar mjúkar og síðan er þeim stappað saman við banana og brætt smjör og loks blandað saman við eggjablönduna.
  3. Öll þurrefni eru því næst sigtuð út í ásamt smátt skornu súkkulaði og öllu hrært vel saman.
  4. Blöndunni er hellt í brauðform og hún bökuð á 170°C í 40-50 mínútur.  

 

KARAMELLA

  1. Sykur, hunang og vatn er sett saman í pott (mikilvægt að passa að potturinn sé nægilega stór svo karamellan fljóti ekki upp úr) og eldað þar til gullið. 
  2. Þá er smjörinu bætt út í og síðan rjómanum, en mikilvægt er að hita rjómann upp áður en honum er bætt við.
  3. Öllu hrært saman þar til karamellan hefur náð æskilegri þykkt.  

Bananabrauðinu er leyft að kólna aðeins áður en það er skorið í sneiðar og borið fram með kúlu af vanilluís og heitri karamellu.  

 

VÍNIN MEÐ

Með þessum eftirrétti parast vel franskur Sauternes eða sérrístílar eins og Cream (sætt), Oloroso (ósætt) eða Amontillado (ósætt).

Uppskrift fengin frá Von Mathúsi
Fleiri Skyldir Réttir