Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Pönnusteiktur þorskur

með spínati og rjómasósu

Innihaldsefni ÞORSKUR 4 x 170 g þorskhnakkar 1.5 dl hveiti 120 g saxað hvítkál 120 g spínat 20 stk. kirsuberjatómatar 2 dl rjómi 80 -100 g smjör 80 – 100 g olía Salt og pipar KRYDDJURTAOLÍA 1 dl ólífuolía 1 dl ferskar kryddjurtir (steinselja, rósmarin, dill, basilika) Maukað saman í góðum mixara og sigtað í gegnum fínt sigti
Aðferð
  1. Kryddið fiskinn með salti og pipar og veltið upp úr hveitinu.
  2. Bræðið smjör og olíu á pönnu leyfið að hitna vel áður en fiskstykkjunum er raðað á pönnuna.
  3. Hreyfið stykkin í fitunni fyrstu mínútuna til að fiskurinn festist ekki við pönnuna.
  4. Steikið í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið, takið fiskinn þá af pönnunni og leyfið að hvíla á meðan sósan er búin til.
  5. Minnkið magnið af fitu á pönnunni, áður en rjómanum er hellt út á og sjóðið niður um helming eða þangað til hann hefur þykknað. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Steikið hvítkálið á heitri pönnu og kryddið með salti og pipar, hreyfið vel á meðan á steikingu stendur. 
  7. Setjið hvítkálið á miðjan diskinn og fiskinn ofan á. 
  8. Snögg steikið spínatið á heitri pönnu með kirsuberjatómötunum, setjið spínatið ofan á fiskinn og raðið tómötunum í kringum áður en sósan er sett á diskinn og nokkrir góðir dropar af kryddjurtaolíunni. 
Uppskrift fengin frá Friðriki V
Fleiri Fiskréttir