Um Pinot Noir gengur sú saga að hún sé einstaklega erfið þrúga sem einungis nokkrum sinnum á öld skilar því sem ætlast er til af henni en þegar það kraftaverk gerist, gleymist öll fyrirhöfnin sem í hana er lögð. Hin rauða einkennisþrúga Búrgundarhéraðs og öfugt við Chardonnay, sem virðist hvarvetna geta skotið góðum rótum, þá hefur varla tekist að rækta Pinot Noir annars staðar. Sennilega höfuð Pinot-ættkvíslarinnar en úrkynjast mjög hratt og er vandamál hvað plönturnar lifa stuttan tíma. Geysilega erfið í ræktun og herja margir sjúkdómar á plöntuna jafnframt sem hún blómgast snemma og er því mjög hætt við frosti en tilraunir til að rækta hana í heitara loftslagi skila engan veginn sömu gæðum og vín frá Búrgúnd. Kemur í mörgum dulargervum, stundum litsterk og tannínmikil en stundum þunn og auðdrekkanleg.
Pinot Noir er ein af þrúgunum sem notaðar eru til kampavínsgerðar. Í sérstökum árum getur hún gefið af sér bestu vín sem framleidd eru í heiminum. Tilraunir með ræktun í Oregon og Washington lofa þó góðu um að hægt sé að fá a.m.k. stóran hluta af gæðum hennar fram, utan Búrgundar.