Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Þyngd umbúða

Umbúðir um vöruna skipta máli í loftslagsmálum

ÁTVR ásamt systurfyrirtækum á Norðurlöndum hafa látið rannsaka umhverfisáhrif umbúða um vöruna og kolefnisspor þeirra. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru áhrifin eftirfarandi m.t.t. umbúða. Miðað er við einn lítra. 

Umbúðir um vöruna skipta máli í loftslagsmálum

Ál-umbúðir eru ekki á myndinni en tala fyrir þær kemur síðar á árinu.

 

Léttgler er mun umhverfisvænna en hefðbundið gler

Umhverfisáhrif léttglers, 420 grömm eða léttari, 750 ml flöskur eru mun minni en hefðbundnu glerumbúðirnar.  Talan er ígildi 525 g af CO2 á lítra. Vörur í léttgleri er hægt að finna í leitarvél  og undir nýju merki. Í vöruspjaldi er búið að birta þyngd umbúða og reikna áætluð kolefnisspor.

Í framtíðinni munu koma fleiri vöruflokkar með þessum gagnlegu upplýsingum í baráttunni við loftslagsbreytingar. 

Því léttari umbúðir, þeim mun minna kolefnisspor

Í nýlegri rannsókn sem finnska ráðgjafafyrirtækið Gaia (PDF) framkvæmdi er hægt að finna kolefnisspor umbúða og umhverfisáhrif en áður hafði verið unnin lífsferilsgreining til að finna stærstu umhverfisáhrifin í vörusafninu. Einnig eru í nýju skýrslunni tekið með í reikninginn hráefni umbúðanna og áhættugreining varðandi endurvinnslu og úrgang.

Fyrir neytendur sem vilja taka umhverfisvænar ákvarðanir er gott að hafa í huga að því léttari og endurvinnanlegri umbúðir, því minna verður kolefnissporið.