Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínráðgjafar Vínbúðanna

01.09.2022

Í Vínbúðunum má finna vínráðgjafa sem eru til taks til að svara spurningum og aðstoða við val á þeim vörum sem finna má í Vínbúðunum. Þeir þekkjast á svörtu svuntunum sem merktar eru WSET Vínráðgjafi. 


Vínráðgjafarnir hafa lokið level 3 prófi frá Wine and Spirits Education Trust – WSET, en ÁTVR hefur kennsluréttindi til að annast námskeiðahald þeirra hér á landi. WSET er ein virtasta stofnun heims á sviði vínfræðimenntunar og eru námskeið í gegnum stofnunina kennd víðsvegar um heiminn. Þau eru vottuð af Ofqual sem tryggir gæði námsins alla leið. Að baki level 3 prófi liggja að minnsta kosti 84 klukkustundir af námi sem lýkur með prófi er samanstendur af krossaspurningum, skriflegum spurningum og blindsmakki. 


Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa því yfirgripsmikla þekkingu á stílum, framleiðslu og gæðum til að þjónusta viðskiptavini í vöruleit og eru til þjónustu reiðubúnir í Vínbúðunum.