Vikan fyrir verslunarmannahelgi

28.07.2025

Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Á síðasta ári komu rúmlega 130 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi og alls seldust rúmlega 700 þúsund lítrar af áfengi. 

Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.  Yfirleitt er mest að gera á föstudeginum, en flestir koma í Vínbúðirnar á milli kl. 16 og 18. 

Fyrir þá sem vilja nýta sér Vefbúðina og fá vörurnar sínar sendar í næstu Vínbúð, er um að gera að panta tímanlega.
Við minnum yngri viðskiptavini einnig á að það flýtir fyrir að hafa skilríkin tilbúin, hvort sem um er að ræða að sækja vefbúðarpöntun eða afgreiðslu við kassa.

Opið er samkvæmt venju um verslunarmannahelgi í flestum Vínbúðum, en lokað sunnudag og mánudag (frídag verslunarmanna, 4. ágúst). 

Á vinbudin.is er að finna nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúða.