Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verslum tímanlega fyrir hátíðirnar

08.12.2021

Nú líður senn að miklum annatíma í Vínbúðum sem öðrum verslunum og því getur verið sniðugt að vera tímanlega á ferðinni til að forðast mikið álag og raðir. Endilega kynntu þér opnunartíma Vínbúða yfir hátíðirnar og álagsdreifingu, en það er til dæmis mun minna að gera fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.

Við bendum einnig á að auðvelt er að versla í Vefbúðinni og fá sent gjaldfrjálst í hvaða Vínbúð sem er á landinu. Sumum hentar ef til vill betur að sækja í vöruafgreiðsluna á Stuðlahálsi, en þar gengur afgreiðslan alla jafnan hratt fyrir sig og jafnvel hægt að fá afgreitt innan dagsins.

Einnig hvetjum við alla til að muna eftir pokunum, en minnum einnig á úrval margnota poka sem eru til sölu í Vínbúðunum.

Hér er hægt að sjá hvernig álagið dreifist í Vínbúðunum og hvenær minnst er að gera.