Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sumar vörur eru sumarvörur

13.04.2021

Mánudaginn 3. maí hefst sumartímabil í Vínbúðunum. Undanfarið hefur verið aukinn áhugi á árstímabundnum vörum, en tímabilin eru þorri, páskar, sumar, október og jól. Í ár lítur út fyrir metþátttöku á vörum fyrir sumartímabilið, en gert er ráð fyrir um 70 vörum. Sumarbjórinn spilar langstærsta hlutverkið, en mjöður og gosblöndur læðast einnig með. Tegundir í tímabilinu eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og oftast sérstaklega framleiddar einungis um sumarið. Sölutímabilið hefst 3. maí og lýkur 31. ágúst.

Í Vefbúðinni er hægt að sjá lista yfir sumarvörur sem eru í boði á hverjum tíma og auðvelt að sjá í hvaða Vínbúðum þær fást. Einnig er hægt að sjá hvað er væntanlegt. Flestar vörur er einig hægt að kaupa í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð.

Gleðilegt sumar!