Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks árið 2021

03.01.2022

Alls seldust 26.386 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2021. Til samanburðar var sala ársins 2020 26.810 þús. lítrar en í heildina dróst salan saman um 1,6% á milli ára.  Sala dróst saman í flestum söluflokkum. Tveir söluflokkar skera sig úr varðandi aukningu á milli ára, freyðivín/kampavín sem jókst um 17% og blandaðir drykkir en sala í þeim flokki jókst um 22% á milli ára. 

Flestir lítrar voru seldir miðvikudaginn fyrir páska eða 321 þús. lítrar. Stærsta söluvika ársins var vikan fyrir verslunarmannahelgi en þá seldust um 815 þús. lítrar. af þeim tæplega 26,4 milljón lítrum sem seldust á árinu.

 

Viðskiptavinir

Á árinu 2021 komu 5.517 þús. viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er heldur færri viðskiptavinir en árið áður en þá voru þeir 5.549 þúsund. 

Flestir viðskiptavinir komu í Vínbúðina miðvikudaginn 31. mars eða daginn fyrir skírdag, tæplega 44 þúsund viðskiptavinir. Næst á eftir kemur 30. des. með tæplega 42 þúsund viðskiptavini.

 

Tóbakið

Mikill samdráttur var í öllum flokkum tóbaks en það ber að hafa í huga að á árinu 2020 jókst salan í öllum flokkum nema neftóbaki.  Sala neftóbaks heldur áfram að dragast saman og er nú 16,5 tonn eða 35% minni en sala ársins 2020. Til samanburðar var sala ársins 2019 46 tonn.