Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Möguleg lokun vegna fyrirhugaðs verkfalls

03.03.2020

Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. 

Einnig hafa verið boðaðar lokanir þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars, ef ekki hefur náðst að semja fyrir þann tíma. Nýjustu upplýsingar um opnunartíma Vínbúða verða birtar hér á vinbudin.is.