Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Líffræðilegur fjölbreytileiki og jarðvegsheilbrigði í vínrækt

02.08.2022

Rannsókn sem unnin var af Ecogain AB sem hluti af umhverfissamstarfi  norrænu áfengiseinkasalanna sýnir að lífrænir og lífefldir búskaparhættir stuðla betur að líffræðilegum fjölbreytileika og jarðvegsheilbrigði en hefðbundinn búskapur. 

Rannsóknin miðar að því að auka skilning á áhrifum vínberja- og kornræktar á líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigði jarðvegs, sem og að bera kennsl á og greina algengustu vottanir, staðla og aðra sjálfbæra búskaparhætti. Rannsóknin náði til alls 10 vottana, staðla og búskaparaðferða. Í rannsókninni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir í landbúnaði þar sem lögð er áhersla á að binda kolefni úr andrúmsloftinu í jarðveginn.

Áhugavert verður að sjá þróun á því sviði í framtíðinni en rannsóknir sýna að slíkar aðferðir stuðla að því að draga úr neikvæðum loftlagsáhrifum og auka líffræðilegan fjölbreytileika. 

Eins og áður sagði er rannsóknin unnin sem hluti af umhverfissamstarfi Norrænu áfengiseinkasalanna, Alko í Finnlandi, Systembolaget í Svíþjóð, Vinmonopolet í Noregi, Rúsdrekkasøla Landsins í Færeyjum og ÁTVR, en þema umhverfissamstarfsins ársins 2021 var líffræðilegur fjölbreytileiki.

 

SKÝRSLUNA MÁ LESA HÉR