Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hrísey sem nýr afhendingarstaður Vefbúðar

08.12.2022

ÁTVR hefur samið við Hríseyjarbúðina um afhendingu á vörum úr Vefbúð Vínbúðarinnar. Markmiðið er að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini í Hrísey sem geta nú nálgast allt það úrval vara sem til er í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hingað til hefur afhending vara úr Vefbúðinni einskorðast við Vínbúðirnar og vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi, en nú hefur Hríseyjarbúðinni verið bætt við í tilraunaskyni. Það er von Vínbúðanna að þessi þjónusta mælist vel fyrir.  

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi (ef pantað er fyrir kl. 14). Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma, en einnig er auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna.