Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðum

03.11.2020

Áfengi er samkvæmt lögum skilgreint sem matvæli og  því gilda tilmæli um matvælaverslanir um Vínbúðirnar. Eftir síðustu reglugerðarbreytingu hafa stærstu Vínbúðirnar að jafnaði ekki hleypt inn fleiri en 35 viðskiptavinum og þær minni  færri, allt eftir stærð Vínbúða. Víða á landsbyggðinni er hámarksfjöldi viðskiptavina minni en 10 í Vínbúð.  Alls staðar er tveggja metra reglan í hávegum höfð og það er hún sem ræður fjölda viðskiptavina á hverjum stað. Til að koma til móts við óskir sóttvarnaryfirvalda hefur ÁTVR ákveðið að leyfður hámarksfjöldi viðskiptavina verði 25.