Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Aukið vöruúrval í Heiðrúnu

22.12.2021

Eftirspurn eftir fágætum vörum hefur að öllu jöfnu verið mikil fyrir jól og áramót og til að mæta óskum viðskiptavina hefur 100 tegundum af léttvíni og styrktu víni nú verið bætt við vöruúrvalið í Vínbúðinni Heiðrúnu. Allt vöruval Vínbúðanna er einnig hægt að nálgast í Vefbúðinni og hægt að fá vörur sendar í þá Vínbúð sem er næst þér!

Töluverðar framkvæmdir hafa verið í Heiðrúnu undanfarnar vikur þar sem meðal annars hefur verið útbúið sérstakt rými þar sem fágætum vörum sem koma í takmörkuðu magni er stillt fram. Töluvert úrval er komið í hillurnar nú þegar, en vinna stendur enn yfir við að fylla á hillurnar næstu daga og vikur.

Vínráðgjafar og annað starfsfólk taka vel á móti ykkur!