Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

09.06.2021

ÁTVR innkallar vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021. Strikamerki: Á áldós: 735009942004.  Á kassa sem geymir 24 áldósir: 7350099424960.

Varan hefur verið fjarlægð úr hillum Vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndum best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.

Innflytjandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: DHJ ehf., Brekkubyggð 33, Garðabæ.

Varan hefur verið seld í 10 Vínbúðum ÁTVR: Kringlunni, Heiðrúnu, Skútuvogi, Skeifunni, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akureyri.

Nánari upplýsingar veita Skúli Þór Magnússon, sérfræðingur á vörusviði, s. 842 2747 og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, s. 895 6484.