Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ánægðir viðskiptavinir

29.01.2021

Stefna Vínbúðanna er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins. Það markmið náðst í dag þegar tilkynnt var um niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar. Vínbúðin var í fjórða sæti af þeim 37 fyrirtækjum sem mæld voru. Þegar litið er til smásölumarkaðarins er Vínbúðin í öðru sæti af 18 fyrirtækjum á þeim markaði. 

Viðskiptavinir gáfu Vínbúðinni einkunnina 75,4 sem er hæsta einkunn sem Vínbúðin hefur fengið, til samanburðar var meðaltal smásölumarkaðarins 70,9. Vínbúðin hefur eins og önnur fyrirtæki í þjónustu staðið frammi fyrir ófyrirséðum áskorunum undanfarna mánuði. Hins vegar hefur starfsfólk lagt sig fram um að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu í nýjum aðstæðum.  Við þökkum viðskiptavinum velvildina og góða umsögn um leið og við óskum starfsfólki til hamingju.