Vínbúðin leitar að jákvæðum, röskum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa í áfyllingarteymi í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Um er ræða starf fyrri hluta dags alla virka daga, frá kl. 8:00.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framstilling og áfyllingar á vöru og vörumeðhöndlun
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Stundvísi og dugnaður
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er 63,5%. Unnið er alla virka daga frá kl. 08:00 til 12:30.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
Sakavottorðs er krafist.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna fyrirtækisins er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Við viljum að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur og vinnum markvisst að því að auka ánægju starfsfólks.
Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að þroskast og læra nýja hluti. Þannig eflum við þekkingu og kraft fyrirtækisins.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.
Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Snorradóttir -
starf@vinbudin.is - 560 7700
Sækja um starf