Gullinn. Sætuvottur, meðalfylltur, meðalbeiskja. Brauðskorpa, grösugir humlar, ferskar ba Sjá meira
Gullinn. Sætuvottur, meðalfylltur, meðalbeiskja. Brauðskorpa, grösugir humlar, ferskar baunir.
Märzen / Oktoberfest
Märzen er bjórstíll sem þróaðist um miðja 19. öld í Þýskalandi. Fyrir tíma kælitækninnar var bjór oft bruggaður frá hausti fram á vor, bæði vegna hita og hættu á bakteríusýkingum yfir sumarmánuðina. Síðasti hagkvæmi mánuðurinn til bruggunar var því mars. Þessir bjórar voru svo lageraðir í margar vikur, eða yfir heitustu mánuðina. Märzen hafa þéttan, stundum sætkenndan maltkarakter ásamt einkennum frá evrópskum humlum. Liturinn getur verið ljósgullin til rafgullinn.
Ljós lager
Ljós lager er vinsælasti flokkur bjórs í dag og á rætur sínar að rekja til borgarinnar Pilsen í Tékklandi. Þetta eru undirgerjaðir bjórar og eru eins og nafnið gefur til kynna ljósir eða gullinn á lit og flestar tegundir bragðmildar, þó með undantekningum. Algengast er að vínandastyrkur sé á bilinu 4,5% - 5,6% en þó eru til tegundir sem hafa minni styrkleika eða meiri. Ljósir lager bjórar eiga að vera ferskir og brakandi og bragð einkennist af korninu sem notað er við framleiðslu bjórsins, nokkuð mikilli freyðingu, og fremur lítilli til miðlungs beiskju. Humlar eru notaðir sem mótvægi við sætuna í maltvökvanum.Bjórar í þessum flokki eru bestir framreiddir við um 7-10°C Sjá minna